Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Þorsteinsson

(um 1658–1722)

Bóndi.

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson í Krýsuvík og kona hans Guðrún Jónsdóttir prests í Arnarbæli, Daðasonar, Lærði í Skálholtsskóla, en óvíst, að hann hafi orðið stúdent. Bjó fyrst í Krýsuvík, síðan á Járngerðarstöðum. Andaðist þar af drykkju.

Kona: Valgerður (f. um 1659, enn á lífi 1731) Magnúsdóttir lögréttumanns í Árbæ, Kortssonar, Áttu eina dóttur, sem komst ekki upp (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.