Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Þorsteinsson

(2. dec. 1842–7. ág. 1921)

Bóndi.

Foreldrar: Þorsteinn Helgason í Litla Dal og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir prests að Auðkúlu, Jónssonar. Bjó á Grund í Svínadal frá 1868 og síðan. Atorkumaður mikill og búhöldur, en þó manna hjálpsamastur,

Kona (1868): Guðbjörg (d. 1900) Sigurðardóttir frá Gröf í Víðidal.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorsteinn að Geithömrum, Oddný átti Jón kaupmann í Reykjavík Jónsson frá Vaðnesi, Jakobína átti Jakob Guðmundsson að Hnausum, Sigurbjörg átti Erlend Erlendsson að Hnausum, Jóhanna kennari í barnaskóla Rv., Ingiríður d. óg. og barni. 1895.

Kona 2 (1902): Ragnhildur Sveinsdóttir að Geithömrum, Péturssonar,

Börn þeirra: Ingiríður, Steinunn, Þóra, Guðmundur, Þórður (Óðinn XVIII; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.