Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Þorleifsson

(7. júlí 1824– 9. sept. 1882)
. Bóndi, smiður. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson í Grundarkoti og síðar á Hjallalandi í Vatnsdal og kona hans Helga skáldkona Þórarinsdóttir í Miðhúsum í Þingi, Jónssonar. Nam ungur járnsmíði í Kh. Fluttist vestur í Strandasýslu laust fyrir 1860; bjó fyrst á Kollafjarðarnesi fá ár, en síðan í Kjörvogi í Árneshreppi til æviloka. Talinn listaSmiður og hugvitssamur, Smíðaði og notaði fyrstur manna á Ströndum bátavindu (,,spil“); smíðaði einnig plóg og herfi og notaði fyrstur norður þar. Talinn nærfærinn um lækningar og „heppinn yfirsetumaður; smíðaði fæðingartengur. Afburðastjórnari á sjó. Vinsæll og Vel metinn, enda af sumum talinn forvitri; hagmæltur. Hann drukknaði í Húnaflóa í aftakaveðri. Kona (17. okt. 1851): Herdís (d. 11. nóv. 1904) Jónsdóttir prests á Undirfelli, Eiríkssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Herdís átti Andrés Brynjólfsson á Fremri-Brekku í Saurbæ, síðast í Grundarfirði, Ásgeir skipstjóri í Rv., Steindór dó rúml. tvítugur, Þorleifur sjómaður á Ísafirði, Jón skipstjóri í Danmörku, Björg átti Gísla Jónsson á Brunngili (Rauðskinna V; kirkjubækur o. fl.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.