Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Þorleifsson

(1635–12. nóv. 1705)

Sýslumaður.

Foreldrar: Þorleifur sýslumaður Magnússon að Hlíðarenda og s.k. hans Sesselja Björnsdóttir á Laxamýri, Magnússonar. Mannaðist vel innanlands, fór 1655 utan og var í Hollandi, Þýzkalandi og Danmörku. Fekk Múlaþing og Skriðuklaustur 6. ág. 1659 (staðfesting hirðstjóra 21. júní 1662). Í róstum Jóns Eggertssonar og Jóns Þorlákssonar hafði hann skipti við Jón Þorláksson og tók Möðruvallaklaustur (28. febr. 1671), en hélt þó eftir nyrzta hluta Múlaþings. Fekk Hegranesþing 1677 og hélt til æviloka. Missti 1680 Möðruvallaklaustur í hendur Jóni Eggertssyni. Talinn vel að sér, fastlyndur og vinsæll, enda er margt erfiljóða um hann í handritum. Bjó á Víðivöllum (líkl, óslitið frá 1680).

Kona (8. sept. 1661): Elín f. um 1638, d. 19. júní 1726) Þorláksdóttir byskups, Skúlasonar. Áttu tvær dætur, en einungis Þrúður komst upp, átti Björn byskup Þorleifsson (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.