Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Þorkelsson

(26. febr. 1831–30. sept. 1907)

Bókbindari.

Foreldrar: Þorkell Björnsson á Atlastöðum í Svarfaðardal og kona hans Sofía Arngrímsdóttir í Ytra Garðshorni, Arngrímssonar.

Veiktist á 9. ári og lá rúmfastur árum saman, en komst loks til heilsu mjög bæklaður. Nam bókband á Akureyri, dvaldist lengstum með frændfólki sínu að Syðra Hvarfi og Hofi í Svarfaðardal. Stundaði bókband og barnakennslu, kom á bókasafni í Svarfaðardal. Vel gefinn, skáldmæltur, fróður og ættvís. Safnaði hann kvæðum og öðrum fróðleik og skrifaði upp. Eru handrit hans í Lbs.

Ókv. og bl. (Óðinn V; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.