Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Þorbjarnarson

(um 1776–Í ág. 1854)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Þorbjörn fálkafangari Þorsteinsson að Arnbjargarlæk og kona hans Guðrún Hjálmsdóttir í Norðtungu, Guðmundssonar. Lærði fyrst hjá síra Þorsteini Sveinbjarnarsyni að Hesti, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1793, varð stúdent 1. júní 1800, með góðum vitnisburði. Fekk 1803 uppreisn fyrir of bráða barneign með konu sinni. Bjó fyrst 1802 að Arnbjargarlæk, frá 1803 að Hóli í Svínadal, en í Arnþórsholti frá 1814 til æviloka. Var maður hæglátur og afskiptalítill. Svo er talið, að hann hafi ekki viljað verða prestur annarstaðar en að Lundi. Hann sókti um að mega hætta að svara guðfræðispurningum 1835.

Kona (22. ág. 1801). Guðrún (f. um 1776, d. 26. sept. 1862) Þorsteinsdóttir prests að Hesti, Sveinbjarnarsonar; hún hafði áður átt laundóttur (Helgu) með vinnumanni föður síns, Indriða Hallgrímssyni frá Skeljabrekku, en fengið uppreisn 20. maí 1796, sem óspjölluð væri.

Börn þeirra Þorsteins stúdents, sem upp komust: Ísleifur ókv. og bl., Þorsteinn í Vogatungu, Guðrún átti Halldór í Bakkakoti Þórðarson (prests að Lundi, Jónssonar), Valgerður átti fyrr Gísla Einarsson að Svarfhóli og Litla Skarði í Stafholtstungum, síðar Gísla síðast að Giljum í Hálsasveit Eggertsson prests í Stafholti, Bjarnasonar (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.