Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Ölvisson, hvíti

(9. og 10. öld)

Keypti land að Eyvindi vopna og bjó um hríð á Tóptavelli í Vopnafirði, en fekk síðan Hof að Steinbirni kört upp í skuldir, og bjó hann þar síðan 60 vetra. Faðir: Ölvir hvíti í Almdölum, síðar að Yrjum, Ásvaldsson, Öxna-Þórissonar.

Kona: Ingibjörg Hróðgeirsdóttir hvíta á Skeggjastöðum, Hrappssonar.

Börn þeirra: Þorgils (faðir Brodd-Helga), Þórður, Önundur, Þorbjörg, Þóra. Af Þorsteini hvíta er sérstök saga, við hann kennd (sjá og Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.