Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Ólafsson

(– – 1431)

Lögmaður sunnan og austan 1421–31.

Foreldrar: Ólafur helmingur Þorsteinsson lögmanns (Eyjólfssonar) og kona hans Ragnheiður (Hallsdóttir?). Bjó á Ökrum í Blönduhlíð. Hafði hirðstjórn, eða umboð hirðstjóra, a. m. k. 1420–3 og 1427–30.

Kona (1408, á Grænlandi). Sigríður Björnsdóttir á Ökrum, Brynjólfssonar.

Dóttir þeirra: Kristín (Akra-Kristín) átti fyrr Helga lögmann Guðnason, síðar Torfa hirðstjóra Arason (Dipl. Isl.; Safn II; SD. Lögm. og Blanda VII; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.