Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Ólafsson

(um 1562–11. mars 1617)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur að Móbergi í Langadal Þorsteinsson (prests að Hofi á Skagaströnd, Jónssonar) og f. k. hans Guðrún Gunnlaugsdóttir prests í Grímstungum, Arngrímssonar. Er orðinn prestur (í Þingeyjarþingi) 1584, síðar í Húnavatnsþingi, fær prestagjald 1587, 1589–90, er orðinn prestur að Vesturhópshólum 1693 og hélt til æviloka, andaðist af afleiðingu byltu af hestbaki.

Kona: Guðrún (d. 21. dec. 1637, 74 ára) Illugadóttir prests að Múla, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Síra Gunnlaugur í Syðra Vallholti, Guðrún átti Bjarna lögréttumann Hrólfsson á Álfgeirsvöllum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.