Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Ólafsson

(15. sept. 1633– í dec. 1721)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur Hallsson í Grímstungum og f. k. hans Margrét Bjarnadóttir prests á Grenjaðarstöðum, Gamalíelssonar, Tekinn í Hólaskóla 1645, varð stúdent 1650. Varð djákn á Reynistað 1655, vígðist 1663 að Grundarþingum, fekk Miklagarð 1667, lét þar af prestskap 1708. Fluttist 1711 að Grímstungum og var þar til æviloka.

Vel gefinn maður, söngfróður og skáldmæltur (sjá Lbs. og Gerhardshugvekjur, Skálh. 1690, Höfuðgreinabók, Hól. 1772).

Kona (1664): Björg (í. um 1636, d. 10. dec. 1707) Jónsdóttir á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, Grímssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.