Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Ástráðsson

(4. okt. 1894– 17. mars 1942)

. Prestur.

Foreldrar: Ástráður (d. 7. sept. 1935, 70 ára) Hannesson verzIunarmaður í Rv. og kona hans Ingibjörg Sigríður (f. 12. maí 1866) Einarsdóttir smiðs í Arnarholti í Rv., Þorsteinssonar.

Stúdent í Rv. 1914 með einkunn 5,1 (66 st.). Lauk prófi í guðfræði við Háskóla Íslands 14. febr. 1918 með 2. einkunn betri (9614 st.). Settur sóknarprestur í Mjóafjarðarprestakalli 28. maí 1918; vígður 2. júní s.á.; veitt prestakallið 10. apr. 1919.

Veittur Prestsbakki í Hrútafirði 10. júní 1921; veitt Staðarhraun 23. nóv. 1927 (frá 1. júní 1928). Veitt lausn frá embætti sökum vanheilsu 13. mars 1941. Dó í Rv. Ritstörf: Ein hugvekja í 100 hugvekjum, Rv. 1926. Ókv. (BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.