Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Ásmundsson

(– – 1666)

Prestur.

Foreldrar: Ásmundur Þorsteinsson (á Grund, Guðmundssonar) og kona hans Þuríður Þorbergsdóttir sýslumanns, Bessasonar.

Lærði í Skálholtsskóla. Er orðinn prestur 1604, er þá í Rangárþingi og er þar a.m.k. til 1609. Í júlí 1611 fekk Guðbrandur byskup honum til þjónustu Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd. Fekk síðan Myrká (þar er hann 1618), fekk Hjaltabakka 1629, í skiptum við síra Einar Magnússon, en Vesturhópshóla 1641, í skiptum við síra Bjarna Ólafsson, og var þar til æviloka.

Kona (12. okt. 1617). Margrét Bjarnadóttir að Skriðu, Pálssonar.

Börn þeirra: Síra Bjarni að Vesturhópshólum, Ásmundur í Skjaldarvík, Halldóra átti síra Þórarin Jónsson að Hrafnagili, Þorbjörg óg., Guðrún átti Illuga bónda Jónsson að Sólheimum í Svínavatnshreppi (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.