Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Ásgrímsson, tjaldstæðingur

(10. öld)

Landnámsmaður að Skarði hinu eystra á Rangárvöllum.

Foreldrar: Ásgrímur Úlfsson gyldis, hersis á Fíflavöllum á Þelamörk og Þorkatla hringja. Bróðir: Þorgeir í Odda. Móðursystir: Þórunn að Þórunnarhálsum.

Kona 1: Þuríður Gunnarsdóttir, Hámundarsonar.

Börn þeirra: Gunnar, Þórhallur, Jósteinn, Jórunn.

Kona 2: Þuríður Sigfúsdóttir úr Hlíð, Sigmundssonar, Sighvatssonar rauða.

Börn þeirra: Skeggi, Þorkatla, Rannveig, Arnóra. Eftir hann er 1 erindi.

Af Þorsteini er sérstakur þáttur (Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.