Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Tómasson

(4. júlí 1852–5. ág. 1921)

Járnsmiður.

Foreldrar: Tómas Gíslason á Eyvindarstöðum á Álptanesi og kona hans Elín Þorsteinsdóttir lögregluþjóns í Brunnhúsum í Reykjavík, Bjarnasonar. Nam járnsmíðar um tvítugt og stundaði síðan af mikilli atorku; efnaðist vel, enda hagsýnn, og reyndist þó vel efnismönnum.

Kona (12. nóv. 1880): Valgerður Ólafsdóttir bæjarfulltrúa og dbrm. í Rv., Ólafssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Ólafur læknir í Rv., Ása átti A. Christensen lyfsalasvein í Rv., Ragnheiður aðstoðarm. í ljóslækningum í Rv. (Óðinn XVI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.