Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Tómasson

(15. jan. 1886–24. okt. 1927)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Tómas hreppstjóri að Skarði í Lundarreykjadal Jónsson og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir að Reykjum í sömu sveit, Oddssonar.

Var ungur í kvöldskóla í Rv. og 1 vetur í Hvanneyrarskóla, talinn óvenjulega góður námsmaður. Fekk sveinsbréf í trésmíðum, enda hagur maður á allt. Tók við föðurleifð sinni og bjó þar til æviloka. Framfaramaður, áhugasamur og gegndi flestum trúnaðarstörfum sveitar sinnar.

Kona (1909): Árný Árnadóttir söðlasmiðs í Þingnesi, Hjálmssonar. Synir þeirra: Friðjón, Hjálmar (Óðinn XXV; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.