Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Tyrfingsson

(– – 1645)

Prestur.

Foreldrar: Tyrfingur (d. 1643) Ásgeirsson í Hjörsey og kona hans Þórdís Hallsdóttir sýslumanns í Hjörsey, Ólafssonar. Er orðinn aðstoðarprestur síra Nikulásar Narfasonar í Hítarnesi eigi síðar en 1624, hefir haldið Hjörseyjar- og Akrasóknir, fekk Hvamm í Norðurárdal 22. febr. 1632 og hélt til æviloka. Andaðist snögglega á Haffjarðareyjarsundi á heimleið (féll drukkinn aftur af hesti sínum, segja aðrir). Talinn vitur maðuur.

Kona (19. sept. 1624). Jórunn (d. 1678) Einarsdóttir prests á Melum, Þórðarsonar.

Börn þeirra: Jón að Nautabúi, Hólaráðsmaður, Einar byskup, Árni stúdent, Guðrún átti Benedikt lögréttumann Björnsson í (– – Bólstaðarhlíð. Jórunn ekkja síra Þorsteins átti síðar Þorberg sýslumann Hrólfsson á Seylu; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.