Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Thorsteinsson yngri

(9. jan. 1835–1888)

Kaupmaður,

Foreldrar: Síra Þorsteinn Þórðarson í Gufudal og kona hans Rannveig Sveinsdóttir á Kirkjubóli, Sigurðssonar.

Fór til Danmerkur 1851 til verzlunarnáms, var síðan verzlunarmaður í Svendborg á Fjóni og Patreksfirði, kaupmaður á Ísafirði og hafði þar einnig bökunarhús. Fór utan 17. nóv. 1888, og hefir aldrei spuræzt til þess skips, sem hann fór á. 1. þm. Ísf. 1881–5.

Kona (12. febr. 1863): Amalie (d. 22. júní 1914) Villadsen, f. Löve (dönsk að ætt).

Börn þeirra: Hjálmar drukknaði ókv. 1895, Ingibjörg átti Sigfús kaupmann Bjarnarson, Anna. Launsonur þorsteins, áður en hann kvæntist (með Þóru Gunnlaugsdóttur frá Hlíð í Álptafirði): Jón fór til Vesturheims 1887 (Alþingismannatal; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.