Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Thorsteinsson (skrifaði sig Th. Thorsteinsson)

(26. dec. 1856–16. febr. 1924)

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson í Æðey og kona hans Hildur Guðmundsdóttir sýslumanns Schevings. Ólst upp í Danmörku frá 8 ára aldri, var látinn stunda sjómennsku frá fermingu um nokkur ár, en varð síðan verzlunarmaður í Kh. og í Reykjavík 1882, varð meðeigandi að verzlun og sjávarútgerð Geirs Zoega 1889, stofnaði 1896 verzlunina „Liverpool“ í Rv., og jókst hún mjög í ýmsum deildum, jafnframt hafði hann mikla þilskipaútgerð og síðar botnvörpungaútgerð, með öðrum, undir stjórn hans.

Kona (11. maí 1889): Kristjana Geirsdóttir kaupmanns Zoéga.

Börn þeirra, sem upp komust: Geir útgerðarmaður í Reykjavík, Guðrún átti Böðvar adjunkt Kristjánsson, Hildur Sofía hjúkrunarkona, Sigríður (Sunnanfari XIII; Óðinn XII; Verzlunartíðindi, 7. árg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.