Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Thorarensen

(2. sept. 1853–29. apr. 1916)

Bóndi.

Foreldrar: Skúli læknir Thorarensen að Móeiðarhvoli og s.k. hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir prests í Reykholti, Helgasonar, Tekinn í Reykjavíkurskóla 1868, hætti þar námi eftir 3 ár, var þá stuttan tíma í Noregi og kynnti sér búnaðarháttu. Við lát föður síns (1872) tók hann við búsforráðum að Móeiðarhvoli, með móður sinni, og að öllu 1884, bjó þar til æviloka. Búhöldur mikill, einn af mestu bændum Rangárþings, varð manna fyrstur þar til að taka upp nýjungar í búnaði.

Sat lengstum í hreppstjórn og var síðast hreppstjóri.

Kona (1886): Solveig (f. 8. ág. 1861, d. 6. júní 1918) Guðmundsdóttir í Austurhlíð, Eyjólfssonar.

Synir þeirra: Óskar forstjóri í Reykjavík, Skúli að Móeiðarhvoli. Launsonur Þorsteins: Haraldur að Móeiðarhvoli (Sunnanfari XIII; BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.