Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Sveinbjarnarson

(24, júní 1730–29. dec. 1814)

Prestur, skáld. Launsonur Sveinbjarnar Egilssonar í Innri Njarðvík og Guðrúnar Nikulásdóttur í Vogum, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1753, varð stúdent 6. maí 1756. Var fyrst skrifari Brynjólfs sýslumanns Sigurðssonar í Hjálmholti, síðar Skúla landfógeta Magnússonar, Fór utan 1759, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 6. maí 1760, tók guðfræðapróf 17. júlí 1762, með 3. einkunn; kom þá til landsins og var í Viðey hjá Skúla landfógeta. Var skipaður 5. nóv. 1765 prestur hegningarhússins í Rv. og iðnaðarstofnananna, vígðist 1. júní 1766, gegndi jafnframt Reykjavíkursókn fyrir síra Gísla Sigurðsson á Lambastöðum. Fekk Hestþing 1769, lét þar af prestskap 1798, en bjó þó að Hesti og þjónaði Bæjarsókn til fardaga 1804. Þá fluttist hann að eignarjörð sinni, Hlíðarfæti, og var þar til æviloka. Vel gefinn og kennimaður góður. Hefir og verið búhöldur góður, jók t. d. mjög laxveiði í Grímsá. Var vel skáldmæltur. Hefir orkt og þýtt marga sálma (18 voru pr. eftir hann í Leirárgarðasálmabók og síðar) og ýmis kvæði og vísur, sumt hnittið (sjá „Gaman og Alvara“, 1., „Vinagleði“, nr. 32 og 35, Almanak þjóðvinafélags, Blöndu).

Kona (4. nóv. 1775): Þorbjörg (d. 27. mars 1819) Hannesdóttir í Marteinstungu, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti laundóttur (Helgu) með Indriða Hallgrímssyni, giftist síðan Þorsteini stúdent Þorbjörnssyni í Arnþórsholti, Gunnar stúdent að Hlíðarfæti (Útfm., Beitist. 1816; HÞ. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.; Alm. þjóðvinafél. 1923).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.