Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Stefánsson

(1735–1784)

Prestur,

Foreldrar: Stefán spítalahaldari Björnsson á Hörgslandi og f. k. hans Guðrún Björnsdóttir frá Birtingaholti. Tekinn í Skálholtsskóla 1748, varð stúdent 20. maí 1753, með bezta vitnisburði. Varð 4. okt. 1754 djákn að Skriðuklaustri, vígðist 30. júlí 1758 aðstoðarprestur síra Hjörleifs Þórðarsonar á Valþjófsstöðum, en 1760 síra Þorláks Sigurðssonar á Prestbakka á Síðu og setti bú í Hörgsdal. Fekk Kross 11. nóv. 1767, fluttist þangað 1768 og hélt til æviloka.

Kona: Margrét (d. 6. júní 1809, 74 ára) Hjörleifsdóttir prests á Valþjófsstöðum, Þórðarsonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Stefán að Stóra Núpi, Bergljót átti síra Vigfús Ormsson á Valþjófsstöðum, Guðrún átti síra Runólf Jónsson í Keldnaþingum, síra Hjörleifur á Hjaltastöðum, Sigríður f. k. Símonar Einarssonar á Glæsisstöðum, Jón Schiöld vefari á Kóreksstöðum, síra Guttormur að Hofi í Vopnafirði, Einar stúdent; annarra barna ekki getið í skiptagerningi, svo að Katrín og Gunnar, sem SGrBf. eignar þeim hjónum, eru ekki börn þeirra (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.