Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Snorrason

(16. og 17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Snorri að Þverá í Öxnadal (föðurnafns ekki getið) og kona hans Vigdís Helgadóttir (móðursystir Odds byskups). Hefir líkl. vígzt að Úthlíðarsókn 1616 (enda bjó hann í Úthlíð 1614), hefir haldið Miðdal 1–2 ár, sagt þar af sér 1622 (líkl. vegna veikinda), enda afhendir kona hans fyrir hönd hans Miðdal 20. maí 1623 síra Gottskálk Oddssyni.

Kona: Margrét Þorsteinsdóttir í Úthlíð, Jónssonar.

Börn þeirra: Síra Eiríkur að Krossi, Arnes, Jón („DraumaJón“), Jörundur að Núpum í Ölfusi, Snorri stúdent (bjó í Grafningi), Ásgautur (dó ungur), Þorlaug átti Snorra Jónsson úr Landeyjum, Vigdís, Vigdís önnur átti Odd Ögmundsson að Skarði í Leirársveit, Guðný varð geðbiluð, átti Svein Sveinsson (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.