Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Sigurðsson

(í sept. 1696–7. apr. 1718)

Stúdent.

Foreldrar: Sigurður lögréttuMaður Pálmason á Breiðabólstað í Sökkólfsdal og kona hans Margrét Jónsdóttir, Erlingssonar, Tekinn í Skálholtsskóla 1710, Varð stúdent 1716, dvaldist um tíma hjá bróður sínum, Þorgils Skálholtsráðsmanni, síðan hjá foreldrum sínum, drukknaði ofan um ís á Álptafirði. Talinn efnismaður og skáldmæltur (sjá Lbs.; Vikusálmar eftir hann pr. í Vikuoffri, Hól. 1780). Jón sýslumaður Sigurðsson Dalaskáld orkti eftir hann hjartnæm minningarljóð. Ókv..og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.