Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Sigurðsson

(1678–13. mars 1765)

Sýslumaður.

Foreldrar: Sigurður Þorgilsson á Jörfa og kona hans Herdís Þorvarðsdóttir á Brennisstöðum, Sigurðssonar. Var ekki til mennta settur, lærði um tvítugsaldur dönsku, þýzku og reikning. Hélt Hörgárdalsumboð Hólastóls um tíma, gekk 1708 í þjónustu Páls lögmanns Vídalíns í jarðamatinu, gerði 1712 jarðabók Múlaþings og varð þá lögsagnari Bessa sýslumanns Guðmundssonar, var 22. júlí 1720 settur sýslumaður í nyrzta hluta Múlaþings (staðfesting 17. mars 1721), en sleppti 1751. Mikilhæfur maður, búhöldur góður og hagsýnn, enda gerðist hann auðmaður mikill. Bar gott skyn á lækningar. Bjó að Skriðuklaustri 1713–18 (enda hélt það þann tíma til móts við Bessa sýslumann), að Víðivöllum ytri í Fljótsdal 1718–60, eftir það hjá syni sínum á Ketilsstöðum og andaðist þar. Hélt aftur Skriðuklaustur frá 1740.

Kona (1712): Björg (d. 28. ág. 1759, á 75. ári) Pálsdóttir prests í Goðdölum, Sveinssonar.

Börn þeirra: Sigurður gullsmiður í Kh., Pétur sýslumaður á Ketilsstöðum, Margrét, Jón stúdent (Útfm., Kh. 1795; BB. Sýsl.; HÞ).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.