Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Pálsson buttur eða bútur

(um 1270– 1367)

. Faðir líklega: Páll Teitsson úr Ögri, Bárðarsonar, Þorleikssonar, Þorsteinssonar, Sámssonar, Ámundasonar, Þorsteinssonar, Síðu-Hallssonar. Kona Bárðar: Valgerður Snorradóttir úr Vatnsfirði, Þórðarsonar. Síra Þorsteinn fekk Holt í Önundarfirði og prófastsdæmi á Vestfjörðum 1326. 1338 var hann særður, 27. maí, ásamt mörgum öðrum, af Norðmönnum af skipinu Krafsinum í Dýrafirði. 18. júlí 1354 er hans getið í máldaga Fellskirkju í Kollafirði.

Sonur hans: Nikulás prestur í Holti (Annálar; Dipl.Isl. I, 90) (SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.