Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Pálsson

(28. maí [26. maí, Lbs. 48, fol. og Vita]– 1806–27. júní 1873)

Prestur.

Foreldrar: Páll hreppstjóri Jónsson á Grímsstöðum við Mývatn og s.k. hans Halldóra Þorsteinsdóttir á Geiteyjarströnd, Helgasonar. Lærði 7 vetur hjá síra Jóni Þorsteinssyni í Reykjahlíð (síðast í Kirkjubæ), varð stúdent úr heimaskóla 8. júlí 1829 frá síra Guðmundi Bjarnasyni að Hólmum, með góðum vitnisburði. Var fyrst skrifari 2 ár hjá Þórði sýslumanni Björnssyni í Garði, síðan kennari á Skinnastöðum. Vígðist 13. júlí 1834 aðstoðarprestur síra Sigurðar Árnasonar að Hálsi í Fnjóskadal, bjó fyrst þar, síðan að Vöglum, fekk prestakallið 23. apr. 1846, flutti þá aftur að Hálsi og hélt til æviloka.

Var frækinn maður, starfsmaður hinn mesti, vefari, smiður, læknir. Þm. S.-Þing. 1845–7.

Til eru eftir hann kvæði í handritum í Lbs. Pr. er eftir hann: Homöopathían á borð við allopathíuna, Ak. 1857. Hefir samið ritgerð um leika og glímur (sjá Ísl. gátur, skemmtanir o. s.frv.).

Kona 1 (2. júlí 1835): Valgerður (f. 4. jan. 1808, d. 29. sept. 1853) Jónsdóttir prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Valgerður átti síra Gunnar Gunnarsson að Lundarbrekku, Halldóra (Kristín Halldóra) átti Tryggva bankastjóra Gunnarsson, Hólmfríður (Þuríður Hólmfríður) átti síra Arnljót Ólafsson í Sauðanesi, Sigríður átti Skafta ritstjóra Jósepsson í Seyðisfirði, síra Jón að Möðruvallaklaustri.

Kona 2 (29. sept. 1854): Jóhanna Kristjana (d. 23. okt. 1878) Gunnlaugsdóttir sýslumanns Briems, ekkja síra 15 Gunnars Gunnarssonar að Laufási; þau síra Þorsteinn barn. (Lbs. 48, fol.; Vitæ ord. 1834; Útfm., Ak. 1876; Alþingismannatal; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.