Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Oddsson

(– – 1645)

Prestur.

Foreldrar: Síra Oddur Þorsteinsson að Felli og s.k. hans Sigþrúður Magnúsdóttir, Virðist munu hafa verið heimilisprestur að Hóli í Bolungarvík 1593. Er orðinn prestur í Tröllatungu 1598, missti brátt prestskap og afhenti staðinn 1601, fekk uppreisn, hefir á síðan fengið Skarðsþing, virðist vera prestur þar 1609; talið er, að hann missti þar aftur prestskap vegna barneignar, og mun það rétt, en hefir aftur fengið sama prestakall og haldið til æviloka. Á hans árum (1634) var Staðarfellssókn tekin frá Skarðsþingum og lögð undir Hvamm: Bjó a.m.k. 1631 að Krossi á Skarðsströnd. Vel gefinn maður, raddmaður ágætur og skáldmæltur, enda eru kvæði eftir hann.

Kona 1: Steinunn Halldórsdóttir að Fróðá, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Tómas, Gísli skáldmæltur, Guðrún átti Jón Ketilsson að Heinabergi.

Kona 2: Engilráð Eiríksdóttir..

Börn þeirra, sem upp komust, urðu lítt að manni: Böðvar, Eiríkur, Guðrún yngri átti Jón „fortapaða“ Ívarsson úr Rifgirðingum, Þorsteinn fór utan, Oddný átti Guðmund nokkurn, Helga átti Jón Einarsson í Flatey (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.