Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Oddsson

(f. um 1668, d. 1752)

Prestur.

Foreldrar: Síra Oddur Eyjólfsson í Holti og f.k. hans Hildur Þorsteinsdóttir prests sst., Jónssonar, Lærði í Hólaskóla, varð stúdent 1686, fekk "7". apríl 1688 konungsleyfi til að vígjast aðstoðarprestur föður síns, þótt ekki væri fullaldra. Fekk Holt 1703, eftir föður sinn, fekk slag, missti málið og varð að sleppa prestakallinu 1742. Andaðist að Eyvindarmúla. Honum er sumstaðar eignað kvæðið „Þegjandi danz“, en líklegra er, að það sé eftir föður hans.

Kona (1692). Kristín (d. um 1740) Grímsdóttir í Gunnarsholti, Einarssonar.

Þau bjuggu að Miðskála, meðan hann var aðstoðarprestur.

Börn þeirra: Jón sýslumaður og klausturhaldari að Kirkjubæjarklaustri, Hildur átti Eyjólf lögréttumann hinn spaka Guðmundsson að Eyvindarmúla, Guðný átti Benedikt lögréttumann Högnason að Skógum, Rannveig átti Nikulás sýslumann á Barkarstöðum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.