Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Nikulásson

(1734–23. sept. 1764)

Stúdent.

Foreldrar: Nikulás sýslumaður Magnússon á Barkarstöðum og kona hans Rannveig Þorsteinsdóttir prests í Holti, Oddssonar, Lærði í Skálholtsskóla, varð stúdent 1754 og fekk hæstan vitnisburð þeirra, er þá urðu stúdentar, fór utan s. á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. dec. s.á., var í bili vísað frá háskólanum 1756 (með 2 öðrum Íslendingum fyrir áflog), en tók þó próf með 1. einkunn í heimspeki 22. sept. 1757 og varð baccalaureus 28. júlí 1758. Talinn skarpur maður. Samdi ritgerð: „De commeatu veterum Islandorum navali“, pr. í Kh. 1758–60. Andaðist í Kh., ókv. og bl. (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.