Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Mikaelsson

(3. apr. 1795–14. dec. 1863)

Skáld í Mjóanesi.

Foreldrar: Mikael Matthiesen eða Mathias „skipstjóri og skipstimburmeistari“ (sænsk-norskur í föðurætt, en enskur í móðurætt) og Guðrún Þórarinsdóttir vinnukona að Þverhamri. Kvæðasafn hans (handrit) er í Lbs.

Kona 1: Kristín Jónsdóttir prests hins síðara í Vallanesi, Stefánssonar.

Börn þeirra: Síra Finnur á Klyppsstað, Steinunn átti Þorberg Bergvinsson að Þingmúla, Jóhanna átti Sigfús Oddsson að Miðhúsum, Steindór.

Kona 2: Sigríður Guðmundsdóttir. Dóttir þeirra: Vilborg átti Jón Ólason á Útnyrðingsstöðum á Völlum (BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.