Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Magnússon

(um 1652– ? )

Skáld að Hæli.

Foreldrar: Magnús Eiríksson að Skriðufelli og kona hans Guðrún Ögmundsdóttir. Er enn á lífi 1732 (Sunnanfari 1). Eftir hann eru í hdr. rímur af Þorgils Örrabeinsfóstra, af Sörla sterka og kvæði og sálmar (sjá Lbs.).

Kona 1: Ingibjörg Jónsdóttir að Skálmholtshrauni (Jónssonar, Arnórssonar í Öndverðanesi).

Sonur þeirra: Guðni í Langholti í Flóa.

Kona 2: Guðlaug Örnólfsdóttir í Heysholti, Gíslasonar (BB. Sýsl.; Saga Ísl. VI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.