Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Magnússon

(1. jan. 1830–.3. júní 1916)

Bóndi.

Foreldrar: Magnús Jónsson í Njarðvík eystra og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir að Ósi, Ketilssonar. Bjó að Höfn í Borgarfirði eystra 1867–1907 og varð efnamaður, en þó manna hjálpsamastur og stórgjöfull, enda hugsjónamaður.

Kona: Anna Bjarnadóttir (úr Breiðavík).

Börn þeirra: Magnús í Höfn, Jóhanna átti Sigfús hreppstjóra Halldórsson Scheving, Bjarni fór til Vesturheims (Óðinn XV; Br)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.