Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn lllugason

(– – 1632)

Prestur,

Foreldrar: Síra Illugi Guðmundsson að Múla og kona hans Málmfríður Jónsdóttir prests, Finnbogasonar lögmanns. Fekk vonarbréf fyrir Múla 23. febr. 1578 (hefir þá lílega verið orðinn aðstoðarprestur föður síns), tók við staðnum 1584, eftir föður sinn, og hélt til æviloka, enn á lífi 10. júní 1632. Varð 1. sept. 1590 umboðsmaður Guðbrands byskups, samtímis prófastur í Þingeyjarþingi og hélt til æviloka, fekk umboð Hólastóls í norðurumboði 23. apr. 1592.

Kona 1 (konungsleyfi 15. mars 1580, vegna frændsemi að 3. og 4.): Sigríður Jónsdóttir að Espihóli, Einarssonar.

Börn þeirra: Jón að Rauðaskriðu, Guðríður átti Björn Magnússon á Laxamýri.

Kona 2 (kaupmáli 1611, hjúskaparleyfi 12. ág. s.á. vegna þremenningsfrændsemi): Sigríður Árnadóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Gíslasonar, ekkja Árna Magnússonar á Grýtubakka; þau síra Þorsteinn bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.