Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Kristjánsson

(31. ágúst 1891–18. febrúar 1943)

.

Prestur. Foreldrar: Kristján (d. 1937, 88 ára) hreppstjóri Jörundsson á Þverá í Hnappadalssýslu og kona hans Helga (d. 28. okt. 1930, 75 ára) Þorkelsdóttir á Helgastöðum í Hraunhreppi, Ólafssonar. Stúdent í Rv. 1912 með einkunn 5,0 (65 st.). Nam læknisfræði einn vetur við háskólann í Kh. Lauk prófi í guðfræði við Háskóla Íslands 15. júní 1916 með 1. einkunn (105 st.). Skólastjóri barna- og unglingaskóla í Keflavík 1916–17. Veitt Mjóafjarðarprestakall 16. jan. 1917; vígður 28. maí s.á.; veittur Breiðabólstaður á Skógarströnd 2. maí 1918; Sauðlauksdalur 27. mars 1922. Sýslunefndarmaður 1926 –37 og 1939–42; gegndi ýmsum öðrum opinberum störfum.

Drukknaði á leið til Rv. Ritstörf: Kver til fermingarundirbúnings, Rv. 1937; Biblíusögur, Rv. 1938 og 1939; ein hugvekja í 100 hugvekjum; greinar og ljóð í kirkjulegum tímaritum (sjá BjM. Guðfr.). Kona (8. sept. 1918): Guðrún Petrea (Í. 24. dec. 1901) Jónsdóttir trésmiðs í Keflavík, Jónssonar.

Börn þeirra: Guðrún símamær á Selfossi, Bragi verkfræðingur í Rv., Baldur skógræktarfræðingur, Jóna verzlunarmær í Rv., Helgi menntaskólanemandi (BjM. Guðfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.