Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson Kúld

(25. nóvbr. 1807–20. nóvbr. 1859)

Kaupmaður og bóksali í Reykjavík,

Foreldrar: Síra Jón Jónsson að Auðkúlu (byskups Teitssonar) og kona hans Jórunn Þorsteinsdóttir, Jónssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1826, varð stúdent 1831, með heldur góðum vitnisburði. Stundaði fyrst kennslu, var sýsluskrifari í Mýrasýslu 1837–8. Settist að í Reykjavík og kostaði bækur til prentunar, sumar merkar, enda vel gefinn maður. Varð kaupmaður þar 1844. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í þágu bæjarins með miklum áhuga.

Ókv. Launbörn hans: Jón (með Gróu Jónsdóttur, Jónssonar), en með Vigdísi Steindórsdóttur stúdents og skipstjóra Waage: Anna átti fyrr síra Þorvald Ásgeirsson í Steinnesi, varð síðar f. k. Sigfúsar bóksala Eymundssonar, Kristján í Forsæti í Landeyjum (Bessastsk.; PG. Ann.; BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.