Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(– – 1676)

Prestur. Faðir: Jón Finnsson að Spákonufelli. Vígðist 12. febr. 1654 aðstoðarprestur síra Hallgríms Ólafssonar að Hofi á Skagaströnd. Hefir fengið Hof eigi síðar en 1666, fekk Fagranes 1673, í skiptum við síra Árna Jónsson, og hélt til æviloka.

Kona: Ragnheiður Kársdóttir í Vatnshlíð, Arngrímssonar.

Börn þeirra: Síra Björn á Staðarbakka, Oddur djákn á Reynistað, Kár á Glýsstöðum (fórst í snjóflóði 1714), Margrét átti Þorvald Finnsson að Arnbjargarlæk (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.