Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(um 1640– um 1695)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Jón Þorsteinsson í Dufþekju og kona hans Guðrún Erlendsdóttir að Suðurreykjum, Þorvarðssonar. Var tekinn í Skálholtsskóla 1654, varð stúdent um 1662. Bjó jafnan embættislaus á Dufþekju.

Kona: Ástríður eða Ásta (f. um 1657) Pálsdóttir, Teitssonar frá Lundi. Dætur þeirra: Þórunn átti fyrst Martein Björnsson að Reyðarvatni, síðan Grím lögréttumann Jónsson sst., varð síðast s.k. síra Orms Snorrasonar sst., Þorbjörg átti Jón Eyjólfsson í Staðarkoti. Ástríður ekkja Þorsteins átti síðar síra Gottskálk Þórðarson að Keldum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.