Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(um 1621–1699)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Runólfsson að Munkaþverá og kona hans Sigríður Einarsdóttir, Nikulássonar.

Lærði í Hólaskóla. Varð um 1640 heyrari í Hólaskóla. Síðan var hann nokkur ár að Munkaþverá, hjá Magnúsi lögmanni Björnssyni, hélt þar skóla, enda talinn vel að sér og kennari góður. Vígðist 1650 aðstoðarPrestur föður síns að Svalbarði, fekk það 1651, en Eiða 1671, fluttist þangað 1672 (hafði keypt þá jörð mestalla 1668, seldi hana 1681 og fluttist 1682 að Gilsárteigi) og hélt til æviloka. Hafði umboð jarða Brynjólfs byskups eystra frá 1672.

Var merkisprestur og skáldmæltur (sjá Lbs.). Þýðing hans á guðsorðabók eftir E. Sonthambius er nefnd, en mun nú ekki kunn.

Kona: Guðrún Magnúsdóttir prests að Mælifelli, Jónssonar. Dætur þeirra: Kristrún átti síra Ketil Eiríksson á Svalbarði, Sigríður átti síra Sigfús Vigfússon að Dvergasteini, Ingunn átti Björn klausturhaldara Nikulásson að Kirkjubæjarklaustri (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.