Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(9. júlí 1864–7. júí 1940)

Járnsmiður.

Foreldrar: Jón Jónsson í Litla Seli og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir í Vatnskoti, Þorsteinssonar. Nam járnsmíðar og setti upp smiðju 1890. Smiður góður og kenndi mörgum, efldist smám saman og auðgaðist, sinnti og tún- og jarðyrkju. Var mjög sönghneigður, lék á fiðlu, var í lúðrafélagi og stýrði söngfélagi.

Kona: Guðrún (f. 24. okt. 1869) Bjarnadóttir í Bakkakoti á Seltjarnarnesi, Kolbeinssonar.

Börn þeirra: Bjarni vélfræðingur og forstjóri í Reykjavík, Ásgeir verkfræðingur og forstjóri sst., Þorsteinn efnafræðingur, Svava átti Ársæl bóksala Árnason í Rv., Sigríður saumakona, Margrét átti Friðrik stórkaupmann Magnússon, Hlín átti Gísla alþm. Jónsson (Óðinn XI.; Tímarit iðnaðarmanna, 13. árg.; Bri:ss0sfl5).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.