Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(8. apr. 1854–20. nóv. 1916)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Jón Þorsteinsson í Norður Hvammi í Mýrdal og kona hans Maren Guðnadóttir í Merkinesi, Ólafssonar. Bjó í Norður-Vík í Mýrdal frá 1883, vann mjög að jarðabótum, og fekk verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, rak jafnframt verzlun.

Kona (1880): Ragnhildur Gunnlaugsdóttir í Norður-Vík, Arnoddssonar. Synir þeirra: Gunnlaugur læknir á Þingeyri, Jón í Norður-Vík (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.