Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(26. mars 1799–2. febr. 1827)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón aðstoðarprestur að Hólmum Þorsteinsson og kona hans Þórunn Jónsdóttir prests að Hólmum, Högnasonar. Lærði 4 vetur hjá síra Guttormi Pálssyni í Vallanesi, síðan 1 vetur hjá Sæmundi stúdent Brynjólfssyni, varð síðast eftir 1 vetur stúdent úr heimaskóla frá Geir byskupi Vídalín vorið 1821. Var síðan ýmist með móður sinni á Helgustöðum eða skrifari hjá Páli sýslumanni Melsteð á Ketilsstöðum. Vígðist 10. maí 1825 aðstoðarprestur síra Guðmundar Erlendssonar á Klyppsstað og var það til æviloka.

Kona: Sigríður (f. 28. maí 1797, d. í sept. 1827) Árnadóttir prests í Kirkjubæ í Tungu, Þorsteinssonar, Barn áttu þau eitt, er fæddist eftir lát föður síns og dó 3 dögum á eftir móður sinni (Vitæ ord. 1825; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.