Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(24. júní 1754–19. jan. 1827)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Jón Sveinsson í Goðdölum og kona hans Steinunn Ólafsdóttir í Héraðsdal, Þorlákssonar. Tekinn í Hólaskóla 1772, varð stúdent 1. maí 1777, með heldur góðum vitnisburði. Tilkynnti byskupi 13. sept. 1785, að hann gæti ekki vegna veikinda talið sig með mönnum andlegrar stéttar.

Bjó fyrst í Gilhaga frá því um 1780, en frá 1818 í Húsey. Var dugnaðarmaður og kom sér vel.

Kona (2. okt. 1780): Margrét Magnúsdóttir gullsmiðs í Gilhaga, Björnssonar,

Börn þeirra voru: Magnús á Álfgeirsvöllum, Halldóra f. k. síra Jóns Jónssonar í Miklabæ, Steinunn f. k. síra Jóns Konráðssonar að Mælifelli, Margrét f.k. Björns Þorlákssonar í Fornhaga (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.