Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(20. nóv. 1865 – 26. mars 1948)

. Bóndi.

Foreldrar: Jón (d. 24. apr. 1905, 71 ára) Jónsson á Hrafntóftum í Rangárvallasýslu og kona hans Ingigerður (d. 17. janúar 1890, 68 ára) Þorsteinsdóttir á Arnkötlustöðum, Runólfssonar.

Bóndi á Hrafntóftum 1890– 1924. Bætti jörð sína mikið; hlaut tvisvar verðlaun úr Ræktunarsjóði. Víðlesinn og áhugamaður um trúmál og sálfræðileg efni; frjálslyndur í skoðunum. Vann einkum að bókbandi eftir að hann hætti búskap.

Kona 1 (29. maí 1891): Sigríður (d. 1. okt. 1898, 32 ára) Pálsdóttir á Gaddsstöðum, Jónssonar, Dætur þeirra: Pálína átti Bjarna Jónsson í Álfhólum, Ingigerður átti Eirík Þorsteinsson í Rv. Kona 2 (1903): Guðný (d. 1924) Vigfúsdóttir í Skálakoti undir Eyjafjöllum, Sighvatssonar. Börn þeirra: Sigurður á Hrafntóftum, Vigfús járnsmiður, Rafn, Þuríður Margrét átti Björn sýslum. Björnsson (Br7.; Óðinn XXIV; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.