Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(1800 – 19. okt. 1881)
. Hreppstjóri, dbrm. Foreldrar: Jón Þorsteinsson vefari á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal og kona hans Þórey Jónsdóttir, Bjó fyrst á Brekku í Fljótsdal, en síðan, 1838–74, í Brekkugerði og var lengi hreppstjóri Fljótsdæla. Hóf bújörð sína, er áður þótti smábýli, til álits og bjó stórbúi. Sæmdur heiðursmerki dbrm. 1869 fyrir búfremd sína og röggsemi í hreppstjórn. Kona (5. janúar 1835): Þorbjörg Pétursdóttir á Nesi í Loðmundarfirði, Stígssonar. Börn þeirra: Sigríður átti Einar Guttormsson á Arnheiðarstöðum og víðar, Jón hreppstjóri og stórbóndi í Brekkugerði, Bergljót átti Jónas oddvita Jónsson á Bessastöðum í Fljótsdal, Guðný Margrét fyrri kona Einars á Víðivöllum ytri, bróður Jónasar á Bessastöðum (H.St.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.