Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(1773–15. mars 1795)

Stúdent.

Foreldrar: Jón sýslumaður Jónsson að Móeiðarhvoli og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir sýslumanns sst., Magnússonar.

F. á Seljalandi. Lærði hjá Hannesi byskupi Finnssyni og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 31. okt. 1792. Fór utan 1793, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1. maí 1794, með 2. einkunn, tók málfræðil. hl. annars lærdómsprófs 11. okt. s.á., með 2. einkunn, veiktist síðan af brjóstveiki og andaðist þar ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.