Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(17. nóv. 1840–13. ág. 1908)

Læknir.

Foreldrar: Jón Þorsteinsson að Miðkekki í Flóa og í Hæringsstaðahjáleigu og kona hans Þórdís Þorsteinsdóttir, Runólfssonar. Styrktur til náms af Guðmundi verzlunarstj. Thorgrímsen á Eyrarbakka. Lærði í Reykjavíkurskóla, varð stúdent 1862, með 1. einkunn (89 st.), tók próf í læknisfræði hjá Jóni landlækni Hjaltalín 8. sept. 1865, með 1. einkunn (84 st., 13 prófgr.). Settur 21. s.m. og skipaður 31. okt. 1867 læknir í Vestmannaeyjum. Fekk lausn 2. sept. 1905 og fluttist þá til Rv. Var alþm. Vestm. 1887–9, r. af dbr. 12. apr. 1898. Hagsýnn fjáraflamaður, reglusamur og hafði mikil ráð í héraði sínu, var t.d. settur sýslumaður í eyjunum 1872 og 1891 og í viðlögum ella, oddviti 1872–1902 og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Hann var mjög hneigður til náttúrufræða og hlynnti vel að náttúrugripasafninu í Reykjavík og varð heiðursfélagi náttúrufræðafél.

Kona (12. okt. 1865): Matthildur (f., 6. jan. 1833, d. 5. mars 1904) Magnúsdóttir að Fjarðarhorni í Helgafellssveit, Þorkelssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Margrét átti Jóhann P. Bjarnasen verzlunarstjóra, Guðmundur fór til Vesturheims, Jón verzlunarmaður í Reykjavík, síra Magnús að Mosfelli í Mosfellssveit, Guðrún átti Ágúst verzlunarmann Gíslason (Sunnanfari V; Óðinn VI; Skýrslur; Tímar. bmf. XI; Lækn.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.