Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(1697–10. sept. 1748)

Prestur,

Foreldrar: Síra Jón Þórðarson að Tjörn í Svarfaðardal og kona hans Sigríður Markúsdóttir prests að Laufási, Geirssonar.

Lærði fyrst hjá móðurfrændum sínum, tekinn í Hólaskóla líkl. 1712, varð stúdent um 1718, gekk í þjónustu Steins byskups Jónssonar 1719, varð heyrari í Hólaskóla 1721, vígðist kirkjuprestur að Hólum 28. maí 1724, fekk Saurbæ í Eyjafirði 1739, fluttist þangað 1740 og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes er látið lítt af kennimannshæfileikum hans. Hann orkti bæði á latínu og ísl. (sjá Lbs.).

Kona (1773): Halldóra (d. 19. mars 1761) Guðmundsdóttir prests á Helgafelli, Jónssonar. Dóttur áttu þau, er eigi komst upp (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.