Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(16. öld)

Prestur. Er að Hofi á Skagaströnd 1586 og 1593. Er 9. sept. 1595 dæmdur útlægur úr Norðlendingafjórðungi, nema hann taki aftur konu sína, Þuríði Einarsdóttur. Þetta mun vera síra Þorsteinn #„prestlausi“ (bróðir Þórunnar, móður Benedikts ríka Halldórssonar), faðir Ólafs, föður síra Þorsteins að Vesturhópshólum (Reikningab. Guðbr. Þorl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.