Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Hefir haldið Glæsibæ a. m. k. 1611–19, og líklega lengur. Sonarsonur hans hét Jón Erlendsson, og var síra Þorsteinn 26. júlí 1619 dæmdur fyrir að hafa hrakið hann frá sér, þótt skyldur væri að framfæra hann (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.