Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Foreldrar (taldir): Jón „ Þorsteinsson nyrðra og Margrét, laundóttir Helgu (með ráðsmanni hennar) Tómasdóttur ábóta að Munkaþverá, Eiríkssonar. Talinn hafa komið að norðan með Þóru Jónsdóttur (á Holtastöðum, Björnssonar), sem átti síra Snæbjörn Torfason á Kirkjubóli 1594; gæti hann þá hafa orðið heimilisprestur þar, en fekk Stað í Aðalvík 11. ág. 1596 og er þar enn prestur 21. sept. 1643. Síra Snæbjörn á Kirkjubóli gaf Stað í Aðalvík til prestseturs 1602, hvort sem til hefir dregið vinátta við síra Þorstein eða ekki. Erfðaeign síra Þorsteins (og bróður hans, Tómasar) var Hnífsdalur, en þar bjó Helga Tómasdóttir ábóta, eftir að hún hætti fylgilagi við Árna sýslumann Gíslason, meðan hann var að Hóli í Bolungarvík, síðar að Hlíðarenda. Hnífsdal skipti síra Þorsteinn 3. maí 1622 fyrir aðrar jarðir.

Kona nefnd Margrét (föðurnafn eigi greint).

Börn þeirra: Jón eldri á Melgraseyri, Jón yngri líkl. í Tungu í Skutulsfirði, Gizur, Guðmundur, Þórvör átti Bjarna Þormóðsson, Tumasonar að Arnbjargarlæk, Margrét átti Þorvald Magnússon, Ingibjörg f.k, síra Árna Kláussonar (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.